Kjólarnir á Óskarnum 26. febrúar 2007 17:53 Penelope Cruz þótti bera af í glæsilegum fölbleikum kjól frá Versace. Penelope var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Volver. MYND/AP Það var mikið um dýrðir í gærkvöld þegar Óskarsverðlaunin voru afhent. Eins og alltaf skörtuðu stjörnurnar sínu fínasta og voru kjólarnir hver öðrum glæsilegri þó aðrir minna glæsilegir leyndust inn á milli. Þeir litir sem voru áberandi á rauða dreglinum voru ljósir náttúrulegir litir og oft málmlitaðir. Silfraður var gegnum gangandi í kjólavali stjarnanna en einnig mátti sjá kopar- og gulllita kjóla. Þrátt fyrir það var allt litrófið ráðandi í kjólavalinu en klæðnaður karlanna einskoraðist nær einungis við svart og hvítt eins og venja er. Einfaldleikinn virtist ráðandi í vali Hollywood stjarnanna á skartgripum þetta árið. Voru stjörnurnar með einfalda skartgripi sem tóku ekki athyglina frá kjólum sjálfum. Það virtist því vera náttúrulegur einfaldleiki sem réði úrslitum í klæðavalinu þetta árið.Jennifer LopezMYND/Getty ImagesJennifer Lopez skartaði sérlega glæsilegum kjól frá Marchesa en hann minnir um margt á tíma rómverja. Bak kjólsins vakti sérstaka athygli.Eva GreenMYND/APBond stúlkan, Eva Green, þótti stórglæsileg í gráleitum síðkjól. Hún leyfði kjólnum að njóta sín þar sem hún var einungis með hring sér á hönd og lítið áberandi eyrnalokka.Gwyneth PalthrowMYND/APGwyneth Palthrow var afar glæsileg í fölleitum koparlitum kjól frá Zac Posen. Var hún einnig með samskonar silfurlituð armbönd á hvorri hönd. Gwyneth var ekki tilnefnd til verðlauna þetta árið en hún hlaut Óskarinn fyrir besta aðalhlutverk árið 1998 fyrir kvikmyndina Shakespeare in Love en þá var hún aðeins 26 ára gömul.Cate BlanchettMYND/APCate Blanchett var íklædd silfruðum glitrandi kjól frá Armani Privé sem hún bar vel, enda glæsileg kona. Cate fékk Óskarinn fyrir tveimur árum sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem Katharine Hepburn í kvikmyndinni The Aviator. Hún hafði áður verið tilnefnd fyrir aðalhlutverk árið 1998, þá í hlutverki Elísabetar Bretlandsdrottningar í kvikmyndinni Elizabeth, en laut í lægri hlut fyrir Gwyneth Palthrow. Óskarinn Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í gærkvöld þegar Óskarsverðlaunin voru afhent. Eins og alltaf skörtuðu stjörnurnar sínu fínasta og voru kjólarnir hver öðrum glæsilegri þó aðrir minna glæsilegir leyndust inn á milli. Þeir litir sem voru áberandi á rauða dreglinum voru ljósir náttúrulegir litir og oft málmlitaðir. Silfraður var gegnum gangandi í kjólavali stjarnanna en einnig mátti sjá kopar- og gulllita kjóla. Þrátt fyrir það var allt litrófið ráðandi í kjólavalinu en klæðnaður karlanna einskoraðist nær einungis við svart og hvítt eins og venja er. Einfaldleikinn virtist ráðandi í vali Hollywood stjarnanna á skartgripum þetta árið. Voru stjörnurnar með einfalda skartgripi sem tóku ekki athyglina frá kjólum sjálfum. Það virtist því vera náttúrulegur einfaldleiki sem réði úrslitum í klæðavalinu þetta árið.Jennifer LopezMYND/Getty ImagesJennifer Lopez skartaði sérlega glæsilegum kjól frá Marchesa en hann minnir um margt á tíma rómverja. Bak kjólsins vakti sérstaka athygli.Eva GreenMYND/APBond stúlkan, Eva Green, þótti stórglæsileg í gráleitum síðkjól. Hún leyfði kjólnum að njóta sín þar sem hún var einungis með hring sér á hönd og lítið áberandi eyrnalokka.Gwyneth PalthrowMYND/APGwyneth Palthrow var afar glæsileg í fölleitum koparlitum kjól frá Zac Posen. Var hún einnig með samskonar silfurlituð armbönd á hvorri hönd. Gwyneth var ekki tilnefnd til verðlauna þetta árið en hún hlaut Óskarinn fyrir besta aðalhlutverk árið 1998 fyrir kvikmyndina Shakespeare in Love en þá var hún aðeins 26 ára gömul.Cate BlanchettMYND/APCate Blanchett var íklædd silfruðum glitrandi kjól frá Armani Privé sem hún bar vel, enda glæsileg kona. Cate fékk Óskarinn fyrir tveimur árum sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem Katharine Hepburn í kvikmyndinni The Aviator. Hún hafði áður verið tilnefnd fyrir aðalhlutverk árið 1998, þá í hlutverki Elísabetar Bretlandsdrottningar í kvikmyndinni Elizabeth, en laut í lægri hlut fyrir Gwyneth Palthrow.
Óskarinn Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira