Fótbolti

Makaay skoraði eftir 10 sekúndur og setti met

Leikmenn Bayern ærðust af fögnuði þegar Makaay skoraði í byrjun leiks
Leikmenn Bayern ærðust af fögnuði þegar Makaay skoraði í byrjun leiks NordicPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 10 sekúndur. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem hafa verið fljótastir að skora í sögu Meistaradeildarinnar.

Eldra metið í keppninni áttu þeir saman Gilberto Silva hjá Arsenal og Alessandro del Piero hjá Juventus. Gilberto skoraði eftir 20 sekúndur í leik Arsenal og PSV í september árið 2002 og Del Piero skoraði einnig eftir 20 sekúndur fyrir Juventus í leik gegn Manchester United í október árið 1997.

Clarence Seedorf skoraði eftir 21 sekúndu fyrir AC Milan gegn Schalke í september árið 2005, Marek Kincl skoraði eftir 26 sekúndur fyrir Rapid Vín gegn Club Brugge í nóvember árið 2005 og Mariano Bombarda skoraði eftir 28 sekúndur fyrir Willem II gegn Spörtu frá Prag árið 1999 - eins og Alexandros Alexoudis fyrir Panathinaikos gegn AaB árið 1995. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×