Auðlindafrumvarp lagt fram í ósætti 12. mars 2007 16:06 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið. Fréttir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að nýju ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá. Geir sagði í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag að verra væri að leggja fram frumvörp í ósætti, en hann sagði ekki fullreynt að ekki næðist sátt um málið. Aðdragandinn að frumvarpinu var mjög óvenjulegur. Geir sagði stjórnarandstöðuna hafa reynt að fá Framsóknarflokkinn í lið með sér og ætlað að „skilja Sjálfstæðisflokkinn eftir." Þá sagði hann ummæli Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra um stjórnarslit ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá, bera vott um að Framsóknarflokknum hafi verið alvara í málinu. Ummælin hafi ekki skaðað stjórnarsamstarfið. Í tillögunni að frumvarpinu segir að náttúruauðlindir skuli vera þjóðareign, ef þær eru ekki verndaðar af eignaréttarákvæði stjórnarskrár nú þegar. Allt sem nú er verndað verði virt, en héðan í frá verði ekki hægt að ávinna sér réttindi. Auðlindirnar verði nýttar til hagsbóta allri þjóðinni og verði þjóðareign. Hægt verði að veita einkaaðilum afnot og hagnýtingarrétt og gjaldtaka möguleg. Geir sagði á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að hann væri því algjörlega ósammála að auðlindaákvæðið væri merkingarlaust. „Í þessu sambandi er ef til vill þýðingarmest að átta sig á því að meginmarkmið frumvarpsins er að árétta fullveldisrétt þjóðarinnar sem landið byggir yfir þeim sameiginlegu auðlindum sem velferð hennar verður reist á um langa framtíð. Tilgangur þess er að renna styrkari stoðum undir auðlindastýringu í núgildandi löggjöf og löggjöf sem sett verður um þetta efni í framtíðinni. Hér er því ekki um nein niðurnjörvuð eignarréttindi að ræða heldur miklu fremur pólitíska stefnuyfirlýsingu sem áréttar fullveldisrétt ríkis og þjóðar yfir þeim auðlindum á íslensku forráðasvæði sem ekki lúta eignarrétti annarra og að þær skuli nýttar með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Í því felst að ríkisvaldið megi veita heimildir til afnota þeirra og nýtingar eins og verið hefur," sagði Geir á þingi í dag. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá við fyrstu umræðu um frumvarpið og hafa nokkrir þeirra úr röðum stjórnarandstöðu gert athugasemdir við frumvarpið.
Fréttir Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira