McLaren sagður vilja breytingar 12. mars 2007 20:39 Steve McLaren er undir nokkurri pressu sem landsliðsþjálfari og vill allan þann undirbúning sem hann getur mögulega fengið. Það fær hann ekki þegar keppnisfyrirkomulag ensku bikarkeppninnar er eins og það er í dag. MYND/Getty Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira