Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi 15. mars 2007 05:14 Steve Nash sækir hér að félaga sínum og andstæðingi Dirk Nowitzki. Flestir eru sammála um að þessir tveir hafi verið bestu leikmennirnir í NBA í vetur. NordicPhotos/GettyImages Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira