Körfubolti

Benedikt Guðmunds: Eigum enn eftir að springa út

Benedikt Guðmundsson
Benedikt Guðmundsson mynd/daníel
Benedikt Guðmundsson þjálfari var mjög sáttur við leik sinna manna í KR í kvöld eftir frækinn sigur liðsins á ÍR. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik gerði þar útslagið og Benedikt á von á öðru jöfnu einvígi gegn Snæfelli í undanúrslitunum.

"Það var tvennt sem gerði gæfumuninn í þessum leik fyrir okkur, það voru vörnin og svo hraðaupphlaupin í kjölfarið - nákvæmlega eins og við viljum hafa þetta. Um leið og við þjöppuðum okkur saman í vörninni kom þetta hjá okkur og ég fór að kannast við strákana.

Við vorum að leggja hérna mjög sterkt lið og ég vissi það allan tímann að þetta yrðu gríðarlega erfiðir leikir. Við vorum fínir varnarlega í fyrsta leiknum en slakir í sókninni, en sóknarleikurinn kom í síðustu tveimur leikjunum og ég er bara virkilega sáttur.

Við eigum kannski eftir að springa almennilega út í þessari keppni og vonandi náum við því á móti Snæfelli. Þar verður þetta alveg eins og í þessu einvígi - liðin eru svo jöfn að þetta verður allt í járnum," sagði Benedikt í samtali við Hörð Magnússon á Sýn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×