Sænska lögreglan hefur sett upp vegatálma við Forsmark kjarnorkuverið vegna sprengjuhótunar. Forsmark er í grennd við Uppsali, norðan við Stokkhólm. Lögreglan í Uppsölum hefur beðið um aðstoð sprengjusérfræðinga frá höfuðborginni. Christer Nordström, talsmaður lögreglunnar staðfestir að hótun hafi borist, en gefur ekki frekari upplýsingar.