Ástir hinna samlyndu hjóna voru fremur rólegar. Öðru hvoru lifnaði þó mjög yfir Söru og hún hvatti Charles til að gegna húsbóndaskyldum sínum. Og það var eins og við manninn mælt, þeim fæddist enn eitt barnið.
Það var ekki fyrr en fyrir fimm árum sem Charles fór að gruna eitthvað misjafnt. Það var þegar Sara varð ófrísk í sjöunda skipti, án þess að hann hefði gegnt húsbóndaskyldum sínum í rúmt ár. Charles spurði hana fregna og því fór sem fór.