Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju 27. mars 2007 04:28 Rasheed Wallace var bænheyrður í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira