Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi 27. mars 2007 14:41 MYND/Bjarni Daníelsson Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. Björgunarsveitin fari í fjölmörg útköll yfir vetrartímann til að bjarga fólki þaðan. Í gær voru aðstæður þannig að vatn og krapi lá yfir völlunum. Tveir karlmenn á vel búnum jeppa reyndu að keyra veginn sem var á floti. Þeir fóru út af honum með þeim afleiðingum að bíllinn sökk að hluta í vatnið. Mennirnir voru búnir að vera í um klukkustund á þaki bifreiðarinnar þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Mennirnir komust að sjálfsdáðum upp á þak bifreiðarinnar, en voru búnir að vera þar í um klukkustund þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Fréttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. Björgunarsveitin fari í fjölmörg útköll yfir vetrartímann til að bjarga fólki þaðan. Í gær voru aðstæður þannig að vatn og krapi lá yfir völlunum. Tveir karlmenn á vel búnum jeppa reyndu að keyra veginn sem var á floti. Þeir fóru út af honum með þeim afleiðingum að bíllinn sökk að hluta í vatnið. Mennirnir voru búnir að vera í um klukkustund á þaki bifreiðarinnar þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Mennirnir komust að sjálfsdáðum upp á þak bifreiðarinnar, en voru búnir að vera þar í um klukkustund þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu.
Fréttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira