Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið þegar að bát með 120 innanborðs hvolfdi rétt fyrir utan ströndum Gíneu í kvöld. Ríkissjónvarpið í Gíneu skýrði frá. Báturinn var opinn fiskibátur og 36 hafa fundist á lífi. Ríkissjónvarp Gíneu sýndi myndir af því þegar að verið var að koma með fólkið í land.
Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu eða hvers vegna 120 manns voru á bátnum. Hins vegar er algengt að fólk reyni að komast frá löndum Vestur-Afríku til Kanaríeyja á misgóðum fararkostum.