Framkoma Írana ófyrirgefanleg 1. apríl 2007 12:15 George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega. Erlent Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira