Framkoma Írana ófyrirgefanleg 1. apríl 2007 12:15 George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
George Bush forseti Bandaríkjanna segir Írana hafa hagað sér með óafsakanlegum hætti í deilunni um bresku sjóliðanna fimmtán sem þeir hafa í haldi sínu. Á meðan saka írönsk stjórnvöld Breta um að ganga fram af hroka og eigingirni. Níu dagar eru síðan sjóliðarnir fimmtán voru handteknir í ósum Shatt al-Arab á landamærum Írans og Íraks. Írönsk yfirvöld segja skip þeirra hafa siglt í óleyfi inn í lögsögu sína en breska ríkisstjórnin fullyrðir að sjóliðarnir hafi verið í íraskri lögsögu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar hann var spurður um afstöðu sína til deilunnar í gær. Hann sagði framkomu Írana með öllu ófsakanlega þar sem engar vísbendingar væru um að Bretar hefðu framið landhelgisbrot. Bush kvaðst því styðja bresku stjórnina fullkomlega og ekki yrði fallist á annað en að sjóliðarnir yrðu látnir lausir skilmálalaust. Þar vísaði forsetinn til hugmynda um að Bandaríkjamenn slepptu fimm Írönum sem þeir tóku fasta í Írak í ársbyrjun til að greiða fyrir lausn deilunnar. Hinum megin á hnettinum skaut Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti föstum skotum á bresku stjórnina. Hann sagði framgöngu hennar órökrétta og þvert á alþjóðalög og hún einkenndist öðru fremur af hroka og eigingirni. Lítið virðist þannig þoka í þessari erfiðu deilu. Formleg bréfaskipti ríkjanna um málið eru þó jákvætt merki um að þau eigi í viðræðum en í morgun staðfesti Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans að hann hefði fengið bréf frá starfssystur sinni í Bretlandi, Margaret Beckett, og yfir það yrði farið vandlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira