Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn.
Í morgun bárust fréttir af því að sjóliðarnir 15 hefðu allir sem einn játað að hafa verið á írönsku hafsvæði þegar þeir voru handtekir. Íranar hafa ítrekað sagt að þeir séu að reyna að ákvarða hvers vegna sjóliðarnir fóru inn á íranskt hafsvæði og að þeir vilji frá afsökun frá Bretum svo hægt sé að sleppa sjóliðunum. Bretar hafa harðneitað því að þeir hafi verið á írönsku hafsvæði og neita að biðjast afsökunar.
Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta
