Körfubolti

Hlynur Bærings: DHL-höllin er okkar heimavöllur

Hlynur Bæringsson
Hlynur Bæringsson

Hlynur Bæringsson átti ágætan leik gegn KR í kvöld en það dugði skammt og því þurfa Snæfellingar að mæta í oddaleik í DHL-höllinni á fimmtudaginn um laust sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hlynur hefur engar áhyggjur af oddaleiknum og segir DHL-höllina vera heimavöll Snæfells í einvíginu.

Við spiluðum bara eins og aumingjar í kvöld, vorum flatir og okkur var refsað fyrir það. Menn hafa væntanlega verið eitthvað vitlaust spenntir fyrir þennan leik," sagði Hlynur Bæringsson og vildi ekki kenna taugaveiklun um tapið. Hann segist hlakka til að fara í vesturbæinn og klára einvígið - en hann kallar DHL-höllina "heimavöll" Snæfells-liðsins.

"Við erum nýbúnir að taka þá í Vesturbænum og okkur hlakkar til að fara þangað. Við förum þangað með fullt sjálfstraust því við vorum miklu betri en þeir þar síðast. Það er okkar heimavöllur. Ég er ekki jafn háfleigur og Fannar, en það verður bara gaman að klára þetta á heimavelli í DHL-höllinni," sagði Hlynur bæringsson - ferskur að vanda - í samtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×