Verkfall hjá Airbus í Frakklandi

Verkfall er hafið í Airbus verksmiðjum í Frakklandi. Verkfallið hófst klukkan sjö í morgun og stendur í fjórar klukkustundir. Stéttarfélög starfsmanna boðuðu til verkfallsins. Ástæðan er andstaða við breytingar á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins en samkvæmt þeim missa 4.300 starfsmenn Airbus í Frakklandi vinnu sína.