Konunni datt það snjallræði í hug að troða peningunum ofan í bleyju barnsins, til að koma þeim í gegnum öryggiseftirlitið.
En til þess að peningarnir skemmdust nú ekki ef barnið pissaði á sig, vafði hún þeim inn í álpappír. Málmleitartæki í flugstöðinni vældu náttúrlega eins og þriðja heimsstyrjöldin væri að hefjast.