Miami unnu Cleveland og San Antonio unnu Phoenix 6. apríl 2007 11:05 Shaq fór fyrir sínum mönnum Getty Images Tveir risaslagir voru í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat mættu LeBron James og félögum í Cleveland og höfðu sigur, 94-90 í framlengdum leik. Miami léku án Dwayne Wade og munar heldur betur um minna. Tröllið Shaq O'Neal var drjúgur og setti 20 stig og tók 8 fráköst og Antoine Walker var einnig í stuði og setti 20 stig á þeim 25 mínútum sem hann spilaði. Annars var það liðsheildin sem skóp sigur Miami. Sem fyrr var LeBron James allt í öllu hjá Cleveland, hann skoraði 35 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en það dugði ekki til. Bæði lið eru búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en slást innbyrðis um heimaleikjaréttinn. Sem stendur er Miami í fjórða sæti og Cleveland í fimmta í Austurdeildinni en Cleveland á enn ágæta möguleika á að fara upp fyrir meistarana. Í hinum leik næturinnar unnu San Antonio Spurs granna sína í Phoenix Suns með 92 stigum gegn 85 eftir að hafa lagt grunninn að sigri í þriðja leikhluta sem þeir unnu með 13 stigum, en í þeim leikhluta fór Frakkinn Tony Parker á kostum og skoraði 15 af sínum 35 stigum. Parker var stigahæstur í liði Spurs en á eftir honum komu þeir Tim Duncan með 22 stig og Michael Finley með 19. Báðir tóku þeir 10 fráköst eins og Francisco Elson. Hjá Suns dreifðist skorið meira en Steve Nash var stigahæstur með 20 stig auk þess að gefa 7 stoðsendingar. Shawn Marion skoraði 17 og tók 13 fráköst og Amare Stoudemire skoraði 15 stig. Phoenix eru í öðru sæti Vesturdeildarinnar á eftir Dallas sem hafa því sem næst tryggt sér efsta sætið. San Antonio eru í þriðja sæti og geta enn náð Phoenix en þegar bæði lið eiga sjö leiki eftir hafa Phoenix unnið tveimur leikjum meira. Það verður nóg um að vera í NBA-deildinni í kvöld en þá fara fram 13 leikir. NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Tveir risaslagir voru í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat mættu LeBron James og félögum í Cleveland og höfðu sigur, 94-90 í framlengdum leik. Miami léku án Dwayne Wade og munar heldur betur um minna. Tröllið Shaq O'Neal var drjúgur og setti 20 stig og tók 8 fráköst og Antoine Walker var einnig í stuði og setti 20 stig á þeim 25 mínútum sem hann spilaði. Annars var það liðsheildin sem skóp sigur Miami. Sem fyrr var LeBron James allt í öllu hjá Cleveland, hann skoraði 35 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en það dugði ekki til. Bæði lið eru búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en slást innbyrðis um heimaleikjaréttinn. Sem stendur er Miami í fjórða sæti og Cleveland í fimmta í Austurdeildinni en Cleveland á enn ágæta möguleika á að fara upp fyrir meistarana. Í hinum leik næturinnar unnu San Antonio Spurs granna sína í Phoenix Suns með 92 stigum gegn 85 eftir að hafa lagt grunninn að sigri í þriðja leikhluta sem þeir unnu með 13 stigum, en í þeim leikhluta fór Frakkinn Tony Parker á kostum og skoraði 15 af sínum 35 stigum. Parker var stigahæstur í liði Spurs en á eftir honum komu þeir Tim Duncan með 22 stig og Michael Finley með 19. Báðir tóku þeir 10 fráköst eins og Francisco Elson. Hjá Suns dreifðist skorið meira en Steve Nash var stigahæstur með 20 stig auk þess að gefa 7 stoðsendingar. Shawn Marion skoraði 17 og tók 13 fráköst og Amare Stoudemire skoraði 15 stig. Phoenix eru í öðru sæti Vesturdeildarinnar á eftir Dallas sem hafa því sem næst tryggt sér efsta sætið. San Antonio eru í þriðja sæti og geta enn náð Phoenix en þegar bæði lið eiga sjö leiki eftir hafa Phoenix unnið tveimur leikjum meira. Það verður nóg um að vera í NBA-deildinni í kvöld en þá fara fram 13 leikir.
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira