Ráðist á sjálft þinghúsið 12. apríl 2007 19:06 Átta biðu bana og fjölmargir slösuðust þegar öflug sprengja var sprengd í þinghúsinu í Bagdad í dag. Árásin er reiðarslag fyrir íröksku stjórnina og þau ríki sem hernámu landið því hún er táknræn fyrir hversu ástandið þar er slæmt og hve máttlítil yfirvöld eru í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Enn er ekki vitað hvernig sjálfsmorðsárásarmanninum tókst að komast inn á græna svæðið svonefnda þar sem þinghúsið er, en hvergi nokkurs staðar í landinu er öryggisgæsla jafn ströng. Engu að síður gat hann laumað sér inn í mötuneyti í húsinu þar sem fjöldi þingmanna sat að snæðingi og kveikja þar á vítisvél sinni. Að minnsta kosti átta létust í tilræðinu, þar af þrír þingmenn, og á þriðja tug slasaðist. Síðdegis var greint frá því að tvær sprengjur til viðbótar hefðu fundist í þinghúsinu og líklega hefði sá sem þarna var að verki verið lífvörður þingmanns úr hópi súnnía. Tilræðið var hvarvetna fordæmt í dag, meðal annars af bandarískum stjórnvöldum og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Fyrr um daginn dóu átta þegar vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur á fjölfarinni brú í norðurhluta höfuborgarinnar. Brúin rifnaði í sundur og tvö höf hennar steyptust niður í Tígris-fljótið fyrir neðan og með þeim fjölmargir bílar. Árásirnar í dag sýna betur en margt annað hversu slæmt ástandið í landinu er, ekki síst í höfuðborginni. Þar eru nú yfir hundrað þúsund bandarískir og íraskir hermenn og von á þrjátíu þúsund til viðbótar en þeir virðast lítið fá við uppreisnarhópa landsins ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Átta biðu bana og fjölmargir slösuðust þegar öflug sprengja var sprengd í þinghúsinu í Bagdad í dag. Árásin er reiðarslag fyrir íröksku stjórnina og þau ríki sem hernámu landið því hún er táknræn fyrir hversu ástandið þar er slæmt og hve máttlítil yfirvöld eru í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Enn er ekki vitað hvernig sjálfsmorðsárásarmanninum tókst að komast inn á græna svæðið svonefnda þar sem þinghúsið er, en hvergi nokkurs staðar í landinu er öryggisgæsla jafn ströng. Engu að síður gat hann laumað sér inn í mötuneyti í húsinu þar sem fjöldi þingmanna sat að snæðingi og kveikja þar á vítisvél sinni. Að minnsta kosti átta létust í tilræðinu, þar af þrír þingmenn, og á þriðja tug slasaðist. Síðdegis var greint frá því að tvær sprengjur til viðbótar hefðu fundist í þinghúsinu og líklega hefði sá sem þarna var að verki verið lífvörður þingmanns úr hópi súnnía. Tilræðið var hvarvetna fordæmt í dag, meðal annars af bandarískum stjórnvöldum og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Fyrr um daginn dóu átta þegar vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur á fjölfarinni brú í norðurhluta höfuborgarinnar. Brúin rifnaði í sundur og tvö höf hennar steyptust niður í Tígris-fljótið fyrir neðan og með þeim fjölmargir bílar. Árásirnar í dag sýna betur en margt annað hversu slæmt ástandið í landinu er, ekki síst í höfuðborginni. Þar eru nú yfir hundrað þúsund bandarískir og íraskir hermenn og von á þrjátíu þúsund til viðbótar en þeir virðast lítið fá við uppreisnarhópa landsins ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila