Körfubolti

Benedikt Guðmunds: Einvígið er rétt að byrja

Mynd/Daniel
"Við fórum mjög vel yfir það hvað gerðist hjá okkur í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og við vorum einfaldlega ekki nógu beittir. Um leið og menn fara að einbeita sér og gera hlutina sem þeir eiga að vera að gera, gengur þetta allt miklu betur," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR í samtali við Arnar Björnsson á Sýn í kvöld.

Arnar spurði hann næst út í hetjulega framgöngu Jeremiah Sola á lokasprettinum, en hann skoraði megnið af stigum sínum í leiknum á síðustu mínútunum eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. "Sola var alveg týndur í fyrri hálfleik, en hann er leikmaður sem lætur slíkt ekkert hafa áhrif á sig. Ég ögraði honum aðeins með því að henda honum á bekkinn og hann skilaði þessu þegar á þurfti að halda," sagði þjálfarinn og sagði einvígið vera rétt að byrja.

"Eins og ég sagði í Njarðvík, þá er þetta einvígi bara rétt að byrja. Nú erum við búnir að jafna þetta og menn mega ekki vera að flýta sér að dæma einn eða neinn úr leik of fljótt," sagði Benedikt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×