Körfubolti

Pálmi Freyr: Áhorfendurnir voru frábærir

Pálmi Freyr lék vel í kvöld
Pálmi Freyr lék vel í kvöld Mynd/Vilhelm
Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur KR-inga í sigrinum á Njarðvík í kvöld með 19 stig. Hann sagði stuðning áhorfenda hafa ráðið miklu fyrir KR í kvöld og vonast til að liðið nái að sigra í þriðja leiknum í Njarðvík á laugardaginn.

"Ég fann mig vel í kvöld og var sáttur við minn leik, en við náðum að landa sigri og maður er ánægðastur með það. Maður er stundum að skora 20 stig og stundum 2, en við erum með góðan hóp og það skiptir engu máli hver er að skora. Ég var ekki góður í síðasta leik og það var hundfúlt, svo ég ákvað að koma bara sterkur til leiks í kvöld," sagði Pálmi og bætti við að hans menn hefðu aldrei verið í vafa um að þeir gætu unnið leikinn.

"Við höfðum alltaf trú á að við næðum að sigra og ég efaðist aldrei um það þó við værum komnir einhverjum níu stigum undir. Við fengum frábæran stuðning og stemmingin var æðisleg. Við verðum að vinna einn leik í Njarðvík til að verða Íslandsmeistarar og við verðum að gera það á laugardaginn," sagði Pálmi, sem skoraði 19 stig og var stigahæstur í liði KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×