Körfubolti

Sola: Við verðum að stela einum í Njarðvík

Mynd/Vilhelm

"Ég var ekki að spila vel í þessum leik," sagði Jeremiah Sola sem var aðeins með 4 stig þegar Benedikt Guðmundsson lét hann sitja á bekknum í nokkrar mínútur á milli þriðja og fjórða leikhluta í leiknum gegn Njarðvík í kvöld.

"Það sem skiptir öllu máli er hvernig þú endar leikina. Við höldum alltaf áfram að berjast og það skiptir engu hvort við séum tuttugu stigum undir, fimm stigum undir, einu stigi undir eða fimm stigum yfir," sagði Sola sem endaði leikinn með 12 stig eftir að hafa skorað 8 stig á síðustu sex mínútum leiksins.

"Það er ekki hægt að biðja um meiri stuðning en í kvöld og við elskum að spila í þessu andrúmslofti. Þetta átti mikinn þátt í því að við fórum í gangi undir lokin," sagði Sola. "Við náðum að bæta vörnina í lok þriðja og í fjórða leikhluta og það lagði gruninn að sigrinum. Við vorum grimmir í vörninni og gerðum það sem við þurftum til þess að ná þessum sigri. Nú verðum við að stela einum sigri í Njarðvík," sagði Sola í samtali við Fréttablaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×