Sport

Siggi stöðvaði sigurgöngu Þorvaldar á “Þeir allra sterkustu”

Hrossabóndinn Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sigraði töltkeppnina á "Þeir allra sterkustu" í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi á Freyð frá Hafsteinsstöðum. Gríðarlega hörð keppni var á milli fimm efstu hestanna en Sævar Örn Sigurvinsson reið sig upp úr B-úrslitum á Þotu frá Neðra-Seli.

Það leiðindaratvik átti sér stað í fyrsta skipti á ístölti, að hestur missir undan sér skeifu í úrslitum en það var Leiknir frá Vakurstöðum með snilldar knapann Valdimar Bergstað sem steig af baki í miðjum úrslitum og teymdi klárinn af velli. Þeir komu inn í 3. sæti í A-úrslit en höfnuðu í því 5. sökum þessa. Meðfylgandi eru úrslit kvöldsins í tölti.

1. Sigurður Sigurðarson á Freyði frá Hafsteinsstöðum

2. Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Rökkva frá Hárlaugsstöðum

3. Hekla Katarína Kristinsdóttir á Nútíð frá Skarði

4. Sævar Örn Sigurvinsson á Þotu frá Neðra-Seli

5. Valdimar Bergstað á Leikni frá Vakurstöðum

6. Sölvi Sigurðsson á Óða-Blesa frá Lundi

7. Erla Guðný Gylfadóttir á Smyrli frá Stokkhólma

8. Játvarður Jökull Ingvarsson á Öskju frá Brattholti

9. Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Fák frá Auðsholtshjáleigu

10. Jón Gíslason á Stimpli frá Kálfhóli 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×