Níundi besti árangur sögunnar hjá Dallas 15. apríl 2007 23:55 Devin Harris átti góðan leik fyrir Dallas gegn San Antoino í einvíginu um Texas í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State. NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State.
NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira