Körfubolti

KR-ingar Íslandsmeistarar

Mynd/Vilhelm

KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1. Tyson Patterson hjá KR var kosinn verðmætasti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu.

Jeremiah Sola skoraði 23 stig, hirti 15 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir KR, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 17 stig, Tyson Patterson skoraði 11 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 6 fráköst og þeir Brynjar Björnsson og Edmund Azemi skoruðu 9 stig hvor. Baldur Ólafsson skoraði 5 stig, hirti 5 fráköst og varði 3 skot á 17 mínútum þegar hann leysti Fannar Ólafsson af meðan hann var í villuvandræðum.

Igor Beljanski var í algjörum sérflokki hjá Njarðvík með 29 stig, 19 fráköst og varði 4 skot, Jóhann Ólafsson skoraði 15 stig og hirti 7 fráköst, Brenton Birmingham skoraði 13 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jeb Ivey skoraði 10 stig og hirti 9 fráköst, Friðrik Stefánsson skoraði 7 stig og hirti 10 fráköst á aðeins 18 mínútum vegna villuvandræða og Egill Jónasson skoraði 7 stig og hirti 5 fráköst.

Nánari umfjöllun um leikinn í fyrramálið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×