NBA: Joey Crawford dómara vikið úr starfi 17. apríl 2007 18:26 Tim Duncan ræðir hér við Joey Crawford dómara í leik í úrslitunum árið 2005 NordicPhotos/GettyImages Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis. Crawford hefur dæmt í NBA í þrjátíu ár og er almennt talinn einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur þó haft á sér nokkuð vafasamt orðspor fyrir að vera fljótur að gefa mönnum tæknivillur af minnsta tilefni og þótti hann fara gróflega yfir strikið á sunnudagskvöldið þegar hann gaf Tim Duncan hjá San Antonio Spurs tvær slíkar með mínútu millibili og henti honum úr húsi. Síðari tæknivilluna fékk Duncan fyrir að sitja hlæjandi á varamannabekknum en Crawford var þá á hinum enda vallarins. Crawford spurði Duncan hvort hann vildi slást við sig og er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu. "Frammistaða Crawford í þessu tiltekna máli var alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum á dómara í þessari deild og í ljósi sögu hans undir svipuðum kringumstæðum höfum við ákveðið að grípa í taumana," sagði David Stern í yfirlýsingu í dag. Crawford komst einnig í fréttirnar í úrslitaviðureign Vesturdeildarinnar árið 2002 fyrir svipaða tæknivilluárás á Don Nelson þjálfara Dallas og fleiri. "Joey er jafnan talinn einn besti dómarinn í deildinni en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Við munum ræða betur við hann þegar keppnistímabilinu lýkur," sagði Stern. Ljóst er að Crawford mun ekki koma við sögu það sem eftir lifir af deildarkeppninni - og heldur ekki í úrslitakeppninni sem hefst á fullu um helgina. NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis. Crawford hefur dæmt í NBA í þrjátíu ár og er almennt talinn einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur þó haft á sér nokkuð vafasamt orðspor fyrir að vera fljótur að gefa mönnum tæknivillur af minnsta tilefni og þótti hann fara gróflega yfir strikið á sunnudagskvöldið þegar hann gaf Tim Duncan hjá San Antonio Spurs tvær slíkar með mínútu millibili og henti honum úr húsi. Síðari tæknivilluna fékk Duncan fyrir að sitja hlæjandi á varamannabekknum en Crawford var þá á hinum enda vallarins. Crawford spurði Duncan hvort hann vildi slást við sig og er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu. "Frammistaða Crawford í þessu tiltekna máli var alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum á dómara í þessari deild og í ljósi sögu hans undir svipuðum kringumstæðum höfum við ákveðið að grípa í taumana," sagði David Stern í yfirlýsingu í dag. Crawford komst einnig í fréttirnar í úrslitaviðureign Vesturdeildarinnar árið 2002 fyrir svipaða tæknivilluárás á Don Nelson þjálfara Dallas og fleiri. "Joey er jafnan talinn einn besti dómarinn í deildinni en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Við munum ræða betur við hann þegar keppnistímabilinu lýkur," sagði Stern. Ljóst er að Crawford mun ekki koma við sögu það sem eftir lifir af deildarkeppninni - og heldur ekki í úrslitakeppninni sem hefst á fullu um helgina.
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira