Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan 17. apríl 2007 19:01 Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans. Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira