Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild 21. apríl 2007 03:13 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira