Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild 21. apríl 2007 03:13 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira