Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. Vitað er að mennirnir héldu í stutta siglingu síðastliðinn sunnudag en síðan þá hefur ekkert til þeirra spurst. Draugaskútan dularfulla, eins og ástralskir fjölmiðlar kalla fleyið, geymir því ein leyndardóminn um hvarf þeirra.
Erlent