Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað.
Að sögn Belga-fréttastofunnar hefur Sarkozy örlítið forskot á Royal en niðurstöður sínar byggir hún á fyrstu útgönguspám.