Varnarasamkomulag við Dani og Norðmenn í höfn 24. apríl 2007 12:00 Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Viðræður við Norðmenn og Dani um samstarf í varnarmálum á Norður-Atlantshafi hafa staðið síðan í fyrra. Norsk sendinefnd skoðaði varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli í desember og það hefur dönsk nefnd einnig gert. Íslendingar hafa einnig rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf og Atlantshafsbandalagið sjálft boðað eftirlitsflug. Fjallað er ítarlega um væntanlegt varnar- og öryggissamstarf Íslands og Noregs í norska dagblaðinu Aftenposten í dag en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá samkomulaginu við Norðmenn í gær. Í Aftenposten í dag segir að Íslendingar hafi verið varnarlausir frá því að Bandaríkjamenn hafi lokað herstöð sinni á Miðnesheiði. Því hafi Íslendingar leitað til Norðmanna og Dana um samstarf í varnarmálum. Blaðið segir að samkvæmt fyrirhuguðu varnar- og öryggissamstarfi landanna muni norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding af hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Hægt sé að ímynda sér að norski herinn muni auknum mæli taka þátt í heræfingum hér á landi í samstarfi við aðrar þjóðir. Greinarhöfundur segir að með þessu framlagi sé Noregur að hjálpa Íslendingum að viðhalda sjálfstæði sínu. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman til óformlegs fundar í Ósló í Noregi á fimmtudag og föstudag til að ræða verkefni bandalagsins í Afganistan og Kósóvó. Á fimmtudeginum fundar Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, annars vegar með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og hins vegar með Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og verður þá gegnið frá samningunum. Erlent Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Samningar um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Samkvæmt norska blaðinu Aftonposten felur samkomulagið við Norðmenn það í sér að norski flughersinn sjái um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Viðræður við Norðmenn og Dani um samstarf í varnarmálum á Norður-Atlantshafi hafa staðið síðan í fyrra. Norsk sendinefnd skoðaði varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli í desember og það hefur dönsk nefnd einnig gert. Íslendingar hafa einnig rætt við Breta og Kanadamenn um samstarf og Atlantshafsbandalagið sjálft boðað eftirlitsflug. Fjallað er ítarlega um væntanlegt varnar- og öryggissamstarf Íslands og Noregs í norska dagblaðinu Aftenposten í dag en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá samkomulaginu við Norðmenn í gær. Í Aftenposten í dag segir að Íslendingar hafi verið varnarlausir frá því að Bandaríkjamenn hafi lokað herstöð sinni á Miðnesheiði. Því hafi Íslendingar leitað til Norðmanna og Dana um samstarf í varnarmálum. Blaðið segir að samkvæmt fyrirhuguðu varnar- og öryggissamstarfi landanna muni norskar herþotur sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands á friðartímum. Þoturnar muni gera út frá Keflavík en í þessu felist þó engin skuldbinding af hálfu Noregs ef til ófriðar kemur. Hægt sé að ímynda sér að norski herinn muni auknum mæli taka þátt í heræfingum hér á landi í samstarfi við aðrar þjóðir. Greinarhöfundur segir að með þessu framlagi sé Noregur að hjálpa Íslendingum að viðhalda sjálfstæði sínu. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna koma saman til óformlegs fundar í Ósló í Noregi á fimmtudag og föstudag til að ræða verkefni bandalagsins í Afganistan og Kósóvó. Á fimmtudeginum fundar Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, annars vegar með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og hins vegar með Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og verður þá gegnið frá samningunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira