Meistarar Miami í vandræðum 25. apríl 2007 03:47 Argentínumaðurinn Andres Nocioni og Tyrus Thomas fagna eins og óðir væru í sigrinum á Miami í nótt NordicPhotos/GettyImages Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Tölfræðin er því ekki beinlínis á bandi meistaranna, því lið sem náð hafa 2-0 forystu í sjö leikja seríu í NBA deildinni hafa í 95% tilvika náð að fara áfram. Það ætti þó að vera meisturunum nokkur huggun að þeir voru einmitt liðið sem náði að afreka að koma til baka eftir að lenda undir 2-0 og það var gegn Dallas í úrslitunum sjálfum í fyrrasumar. Það verður þó líklega eitthvað erfiðara fyrir Miami að grafa sig upp úr þessari holu, því besti maður liðsins Dwyane Wade er þjakaður af meiðslum. Það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá framvindu þessa einvígis, því það eru ekki nema tvö ár síðan Chicago lenti einmitt í því að ná 2-0 forystu gegn Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - en tapa svo fjórum í röð og falla úr keppni. Sóknarleikur Chicago-liðsins var nánast óaðfinnanlegur í nótt og fremstir í flokki voru þeir Ben Gordon með 27 stig og fimm þrista og Luol Deng með 26 stig - flest þeirra í síðari hálfleik. Kirk Hinrich skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chicago hitti úr 55% skota sinna í leiknum og nýtti þar að auki úr tæplega 65% þriggja stiga skota sinna (11 af 17). Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 21 stig og 7 stoðsendingar, en hann tapaði líka 7 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig, flest þeirra í upphafi leiks og þeir Jason Kapono, James Posey og Antoine Walker skoruðu 11 stig hver. Þriðji leikur liðanna er í Miami á föstudagskvöldið og fjórði leikurinn á sama stað á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra um klukkan 17. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Tölfræðin er því ekki beinlínis á bandi meistaranna, því lið sem náð hafa 2-0 forystu í sjö leikja seríu í NBA deildinni hafa í 95% tilvika náð að fara áfram. Það ætti þó að vera meisturunum nokkur huggun að þeir voru einmitt liðið sem náði að afreka að koma til baka eftir að lenda undir 2-0 og það var gegn Dallas í úrslitunum sjálfum í fyrrasumar. Það verður þó líklega eitthvað erfiðara fyrir Miami að grafa sig upp úr þessari holu, því besti maður liðsins Dwyane Wade er þjakaður af meiðslum. Það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá framvindu þessa einvígis, því það eru ekki nema tvö ár síðan Chicago lenti einmitt í því að ná 2-0 forystu gegn Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - en tapa svo fjórum í röð og falla úr keppni. Sóknarleikur Chicago-liðsins var nánast óaðfinnanlegur í nótt og fremstir í flokki voru þeir Ben Gordon með 27 stig og fimm þrista og Luol Deng með 26 stig - flest þeirra í síðari hálfleik. Kirk Hinrich skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chicago hitti úr 55% skota sinna í leiknum og nýtti þar að auki úr tæplega 65% þriggja stiga skota sinna (11 af 17). Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 21 stig og 7 stoðsendingar, en hann tapaði líka 7 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig, flest þeirra í upphafi leiks og þeir Jason Kapono, James Posey og Antoine Walker skoruðu 11 stig hver. Þriðji leikur liðanna er í Miami á föstudagskvöldið og fjórði leikurinn á sama stað á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra um klukkan 17.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira