Óttast heittrúaðan forseta Guðjón Helgason skrifar 29. apríl 2007 18:45 Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum. Erlent Fréttir Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira