Robert Horry snýr aftur 1. maí 2007 05:19 Robert Horry slær hér á létta strengi með þjálfara sínum NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur náð afgerandi 3-1 forystu í einvígi sínu við Denver í úrslitakeppni NBA eftir 96-89 útisigur á Denver í fjórða leik liðanna í nótt. Það var gamli refurinn Robert Horry sem tryggði sigur San Antonio með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Denver þurfti nauðsynlega á sigri að halda en tapaði öðrum heimaleik sínum í röð eftir að gestirnir luku leiknum með 17-6 rispu. San Antonio tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli og vildu margir meina að Denver myndi gera liðinu mjög erfitt fyrir. San Antonio hefur hinsvegar unnið þrjá leiki í röð í einvíginu og getur tryggt sér sæti í annari umferð með sigri á heimavelli í næsta leik. Ef svo færi, yrði einvígið núna nákvæmlega eins og einvígi liðanna í fyrstu umferð árið 2005 þar sem Denver komst yfir 1-0 en síðan ekki söguna meir. Tim Duncan skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 18 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 15 stig og Robert Horry skoraði aðeins 6 stig - en þessi sexfaldi NBA meistari er orðinn alræmdur fyrir hetjuskap sinn á síðustu sekúndum mikilvægra leikja í úrslitakeppninni og hefur fengið viðurnefnið "Stórskota-Stebbi" Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver, en fékk dæmdar á sig fjórar ruðningsvillur í leiknum og þurfti að sitja á bekknum lengur en til stóð vegna villuvandræða. Allen Iverson skoraði 22 stig, Nene skoraði 18 stig og Marcus Camby hirti 18 fráköst. "Þetta er ekki flókið. Nú verðum við að vinna þrjá leiki í röð rétt eins og þeir hafa gert núna, en við erum svosem ekki að hugsa um það núna. Það verður erfitt að fara til San Antonio í þessari stöðu en við verðum bara að reyna að vinna næsta leik," sagði Allen Iverson niðurlútur eftir leikinn. "Horry er orðinn þekktur fyrir að gera þetta og ég er ánægður með að hann skuli vera í okkar liði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann bjargar okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Við höfðum heppnina með okkur á lokasprettinum og náðum í góðan sigur á mjög sterku liði." NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sjá meira
San Antonio hefur náð afgerandi 3-1 forystu í einvígi sínu við Denver í úrslitakeppni NBA eftir 96-89 útisigur á Denver í fjórða leik liðanna í nótt. Það var gamli refurinn Robert Horry sem tryggði sigur San Antonio með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Denver þurfti nauðsynlega á sigri að halda en tapaði öðrum heimaleik sínum í röð eftir að gestirnir luku leiknum með 17-6 rispu. San Antonio tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli og vildu margir meina að Denver myndi gera liðinu mjög erfitt fyrir. San Antonio hefur hinsvegar unnið þrjá leiki í röð í einvíginu og getur tryggt sér sæti í annari umferð með sigri á heimavelli í næsta leik. Ef svo færi, yrði einvígið núna nákvæmlega eins og einvígi liðanna í fyrstu umferð árið 2005 þar sem Denver komst yfir 1-0 en síðan ekki söguna meir. Tim Duncan skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 18 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 15 stig og Robert Horry skoraði aðeins 6 stig - en þessi sexfaldi NBA meistari er orðinn alræmdur fyrir hetjuskap sinn á síðustu sekúndum mikilvægra leikja í úrslitakeppninni og hefur fengið viðurnefnið "Stórskota-Stebbi" Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver, en fékk dæmdar á sig fjórar ruðningsvillur í leiknum og þurfti að sitja á bekknum lengur en til stóð vegna villuvandræða. Allen Iverson skoraði 22 stig, Nene skoraði 18 stig og Marcus Camby hirti 18 fráköst. "Þetta er ekki flókið. Nú verðum við að vinna þrjá leiki í röð rétt eins og þeir hafa gert núna, en við erum svosem ekki að hugsa um það núna. Það verður erfitt að fara til San Antonio í þessari stöðu en við verðum bara að reyna að vinna næsta leik," sagði Allen Iverson niðurlútur eftir leikinn. "Horry er orðinn þekktur fyrir að gera þetta og ég er ánægður með að hann skuli vera í okkar liði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann bjargar okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Við höfðum heppnina með okkur á lokasprettinum og náðum í góðan sigur á mjög sterku liði."
NBA Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sjá meira