Hugsanlega boðað til kosninga Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 19:15 Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir. Erlent Fréttir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag. Stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði um forseta fyrir helgi og skutu málinu til dómstólsins. Deilt er um Abdullah Gul, dómsmálaráðherra, sem sækist eftir embættinu. Margir Tyrkir óttast að verði hann fyrir valinu verði skilin milli stjórnmála og trúarbragða í Tyrklandi óskýrari. Gul er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra. Þing kýs forseta. Fái frambjóðandi ekki 2/3 atkvæða í tveimur umferðum er kosið á ný tvívegis og þarf þá einfaldan meirihluta. Ef engin frambjóðandi fær hann þarf að kjósa nýtt þing. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að það verði gert nú þegar þar sem hún tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunum. Önnur atvkæðagreiðslan var fyrirhuguð á morgun en nú síðdegis var ákveðið að fresta henni. Stjórnarflokkarnir ætla þó að halda málinu til streitu. Stjórnmálaskýrendur segja Erdogan hafa tvo leiki í stöðunni. Hann geti valið annan frambjóðanda en Gul eða boðað til kosninga. Telja margir síðari kostinn líklegri en fyrst muni forsætisráðherrann reyna hvað hann geti til að forðast það. Loftið er lævi blandið í Tyrklandi þessa dagana og var það augljóst þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Istanbúl í dag. Forkólkfar verkalýðsfélaga höfuð komið saman við Taksim-torg í miðborginni til að minnast þeirra rúmlega þrjátíu sem féllu þegar byssumenn skutu þar á kröfugöngu fyrir þrjátíu árum. Minningarathöfn leystist upp í mótmæli þar sem lögregla beitti vatnsþrýstibyssum og táragasi. Lögregla segir suma mótmælendur hafa verið vopnaða hnífum, byssum og eldsprengjum. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“