Körfubolti

Toronto minnkaði muninn

Jose Calderon fór fyrir Toronto í nótt
Jose Calderon fór fyrir Toronto í nótt NordicPhotos/GettyImages

Toronto minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við New Jersey Nets í úrslitakeppni NBA í nótt með 98-96 sigri á heimavelli. Toronto náði strax góðu forskoti í leiknum og stefndi í auðveldan sigur liðsins, en gestirnir voru klaufar að stela ekki sigrinum í blálokin eftir mikla rispu.

TJ Ford leikstjórnandi Toronto datt illa í fyrsta leikhlutanum og var fluttur á sjúkrahús, en síðar hefur komið í ljós að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Jose Calderon leysti hann af og varð stigahæstur með 25 stig og 8 stoðsendingar. Hann sneri sig reyndar á ökkla í fjórða leikhlutanum og er líka tæpur fyrir næsta leik. Anthony Parker og Andrea Bargnani skoruðu 18 stig og Chris Bosh 17.

Hjá New Jersey var Vince Carter stigahæstur með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 23 stig. Næsti leikur fer fram í New Jersey og heimamenn fá þar annað tækifæri til að tryggja sér sæti í annari umferð - þar sem einvígi við Cleveland bíður liðsins sem fer áfram.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×