Körfubolti

Detroit sigraði í fyrsta leik úrslita í austurdeildinni

MYND/AP
Detroit Pistons unnu nauman sigur á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildar í NBA-körfuboltanum. Lokatölur urður 79-76. Cleveland-menn misstu af gullnu tækifæri til að jafna leikinn þegar um sex sekúndur voru eftir af leiktímanum en þá brást Donyell Marshall bogalistin í þriggja stiga skoti.

LeBron James var nokkuð frá sínu besta í liði Cleveland og skoraði aðeins 10 stig en það er það minnsta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppninni. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig fyrir Cavaliers og tók 13 fráköst og þá skoruðu Larry Hughes og Anderson Varejao 13 stig hvor.

Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með 24 stig og sjö stoðsendingar og Rasheed Wallace skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og varði sjö skot sem er persónulegt met. Þá skoraði Chauncey Billups 13 stig, þar af tíu í síðasta leikhlutanum.

Næsti leikur liðanna er á fimmtudagskvöld í Detroit en eftir það flytja liðin sig til Cleveland þar sem þriðji leikurinn fer fram.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×