Cleveland - Detroit í beinni í kvöld 27. maí 2007 17:47 Hér má sjá troðsluna rosalegu sem James smellti á Detroit í öðrum leiknum, en þar var boðið upp á óvenju margar glæsitroðslur NordicPhotos/GettyImages Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira