Cleveland - Detroit í beinni í kvöld 27. maí 2007 17:47 Hér má sjá troðsluna rosalegu sem James smellti á Detroit í öðrum leiknum, en þar var boðið upp á óvenju margar glæsitroðslur NordicPhotos/GettyImages Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira