San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City 29. maí 2007 04:02 Manu Ginobili var óstöðvandi í fjórða leikhlutanum í nótt og skoraði þar 15 af 22 stigum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Viðureign liðanna í nótt var ekki sú fallegasta enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Utah vann 26 stiga stórsigur á heimavelli sínum í leiknum á undan en gestirnir voru skrefinu á undan allan leikinn í nótt. Manu Ginobili var atkvæðamestur San Antonio-manna með 22 stig, en skoraði megnið af þeim af vítalínunni. Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir San Antonio og Fabricio Oberto var drjúgur í sóknarfráköstunum og lauk leik með 11 stig og 11 fráköst. "Ég er stoltur af því sem við náðum að gera í síðari hálfleiknum því á tímabili leit þetta ekkert of vel út fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem skoraði 15 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ef við vinnum fimmta leikinn, verður það af því við höldum áfram að berjast fyrir öllu sem við fáum - því þessir menn eru ekki að fara að gefa okkur eitt eða neitt." Mikill hiti var í mönnum í leiknum og voru Jerry Sloan þjálfari Utah og hinn dagfarsprúði Derek Fisher báðir sendir í bað - Sloan fyrir tvær tæknivillur. Deron Williams var enn og aftur besti maður Utah þrátt fyrir að hafa ekki æft í tvo daga vegna magakveisu og skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst, en aðrir menn Utah voru meðvitundarlitlir í sóknarleiknum eins og raunar í einvíginu öllu. "Við náðum ekki að halda þeim frá því að komast á vítalínuna," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Dómgæslan í leiknum var satt best að segja ekki upp á marga fiska og fór það mjög illa í æsta 19,911 stuðningsmenn Utah - sem létu hlutum rigna yfir leikmenn San Antonio þegar þeir gengu af velli og fyrir vikið neitaði þjálfari San Antonio þeim að mæta í viðtöl úti á velli eftir leikinn. Svona uppákomur eru sjaldséðar í NBA deildinni og ekki útilokað að þetta eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Utah. Jerry Sloan þjálfari Utah og Gregg Popovich þjálfari San Antonio, eru jafnir í fimmta sæti yfir þá þjálfara sem unnið hafa flesta sigra í úrslitakeppni á ferlinum - eða 87 sigra hvor. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni í 10 leikjum frá því þau mættust fyrst í úrslitakeppni árið 1994. Sloan var spurður út í brottreksturinn eftir leikinn en vildi lítið tjá sig um málið. "Ég lendi bara í meiri vandræðum ef ég segi eitthvað um það," sagði Sloan. Utah-liðið þarf nú að taka sér á hendur það erfiða verkefni að fara til San Antonio og halda lífi í einvíginu í næsta leik, en þar hefur liðið ekki unnið sigur í 18 síðustu leikjum sínum eða síðan árið 1999. Fimmti leikur liðanna er á fimmtudagskvöldið og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti