Körfubolti

Cleveland jafnar 2 - 2

LeBron James var úti um allt á vellinum í gærkvöldi og gulltryggði sigur sinna manna í gær með 13 stigum í síðasta leikhlutanum.
LeBron James var úti um allt á vellinum í gærkvöldi og gulltryggði sigur sinna manna í gær með 13 stigum í síðasta leikhlutanum. MYND/AFP

Cleveland bar í nótt sigur í fjórða leik sínum við Detroit en leikurinn fór fram í Cleveland. Staðan í viðureign þeirra er því jöfn, 2 - 2. LeBron James leiddi heimaliðið í stigaskori og setti 25 stig og þar af komu tvö af vítalínunni þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Við það bætti hann síðan 11 stoðsendingum, sjö fráköstum og þremur stolnum boltum.

Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem er hans hæsta stigaskor á leiktíðinni. Chauncey Billups leiddi Detroit í stigaskori með 23 stig og tók hann níu fráköst. Richard Hamilton bætti 21 stigi við þrátt fyrir að hitta aðeins úr níu af 21 skottilraun í leiknum.

Næsti leikur liðanna verður á fimmtudagskvöldið og verður hann í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×