Það var greinilegt á skori keppenda að fyrri níu holurnar reyndust flestum erfiðari í dag. Aðeins einn keppandi náði að leika þær á pari, en það var hinn ungi og efnilegi Axel Bóasson úr GK. Hann lék hringinn á 75 höggum og deilir fjórða sæti með Magnúsi Lárussyni úr GKj. Sá sem lék lakast í dag var á 99 höggum og lék hann seinni níu á 52 höggum.
Ottó og Sigmundur voru mjög sáttir við spilamennskuna í dag miðað við þær aðstæður sem voru. "Ég held að ég geti bara verið ánægður með þetta skor. Það var mjög erfitt að leika í þessum mikla vindi og það þurfti að spá vel í hvert einasta högg. Ég reyndi að halda boltanum vel niðri á móti vindinum og það tókst bara nokkuð vel," sagði Ottó.
Sigmundur tók í sama streng: "Já, ég held ég geti verið nokkuð sáttur. Ég var að slá vel og reyndi að reikna með vindinum, en það var oft erfitt. Flatirnar voru ekki góðar, mikill sandur í þeim. Vonandi verður betra veður á morgun og þá er hægt að búast við betra skori en í dag," sagði Sigmundur Einar í samtali við Kylfing.is eftir hringinn.
www.kylfingur.is