Milljón fyrir miða á leik með Cleveland 6. júní 2007 11:48 Miðar á leik með LeBron James og félögum hafa aldrei áður verið svo eftirsóttir NordicPhotos/GettyImages Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur. Cleveland fær að minnsta kosti tvo heimaleiki í einvíginu við San Antonio og fara þeir fram dagana 12. og 14. júní nk. Löngu er uppselt á leikina tvo en hluti þeirra miða sem voru á lausu voru settir í sérstakan lottópott þar sem dregið verður úr hópi rúmlega 20,000 manns sem óskuðu eftir að fá miða. Almennt miðaverð á leiki í úrslitunum er frá 18-940,000 krónum. Shawne Johnson er þrítugur stuðningsmaður Cavaliers og henni þykir miðaverðið full hátt fyrir hinn almenna borgara. "Þetta er eins og útborgun í hús eða bíl - venjulegt fólk hefur ekki efni á að kaupa svo dýra miða," sagði hún vonsvikin og lét sér duga að kaupa Cavaliers bol á 24 dollara og ætlar svo að vona það besta þegar dregið verður í miðalottóinu. Einnig hafa verið útbúnir tilboðspakkar fyrir stuðningsmenn sem geta fengið miða á heimaleiki liðsins í úrslitunum gegn því að fjárfesta í ársmiðum á næsta ári og ekki er óalgengt að slík tilboð hljóði upp á um 2,5 milljónir króna. Nokkuð er um að þeir sem eiga miða á leiki í úrslitunum selji þá á uppboðum og ljóst er að sumir þeirra eiga eftir að græða vænar fúlgur. Einn stuðningsmaður Cleveland var svo óheppinn að kaupa tvo miða fyrir rúmlega 50,000 krónur sem reyndust síðar vera falsaðir. Lögrelgla hafði hendur í hári svindlarans. Fyrsti leikur San Antonio og Cleveland í lokaúrslitum NBA verður á dagskrá annað kvöld klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Sýn líkt og allir leikirnir í einvíginu. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur. Cleveland fær að minnsta kosti tvo heimaleiki í einvíginu við San Antonio og fara þeir fram dagana 12. og 14. júní nk. Löngu er uppselt á leikina tvo en hluti þeirra miða sem voru á lausu voru settir í sérstakan lottópott þar sem dregið verður úr hópi rúmlega 20,000 manns sem óskuðu eftir að fá miða. Almennt miðaverð á leiki í úrslitunum er frá 18-940,000 krónum. Shawne Johnson er þrítugur stuðningsmaður Cavaliers og henni þykir miðaverðið full hátt fyrir hinn almenna borgara. "Þetta er eins og útborgun í hús eða bíl - venjulegt fólk hefur ekki efni á að kaupa svo dýra miða," sagði hún vonsvikin og lét sér duga að kaupa Cavaliers bol á 24 dollara og ætlar svo að vona það besta þegar dregið verður í miðalottóinu. Einnig hafa verið útbúnir tilboðspakkar fyrir stuðningsmenn sem geta fengið miða á heimaleiki liðsins í úrslitunum gegn því að fjárfesta í ársmiðum á næsta ári og ekki er óalgengt að slík tilboð hljóði upp á um 2,5 milljónir króna. Nokkuð er um að þeir sem eiga miða á leiki í úrslitunum selji þá á uppboðum og ljóst er að sumir þeirra eiga eftir að græða vænar fúlgur. Einn stuðningsmaður Cleveland var svo óheppinn að kaupa tvo miða fyrir rúmlega 50,000 krónur sem reyndust síðar vera falsaðir. Lögrelgla hafði hendur í hári svindlarans. Fyrsti leikur San Antonio og Cleveland í lokaúrslitum NBA verður á dagskrá annað kvöld klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Sýn líkt og allir leikirnir í einvíginu.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira