Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA 7. júní 2007 19:02 Manu Ginobili er einn níu útlendinga í úrslitaeinvíginu í NBA NordicPhotos/GettyImages Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. Alls munu níu útlendingar taka þátt í úrslitaeinvígi San Antonio og Cleveland sem hefst í nótt klukkan eitt. Franski leikstjórnandinn Tony Parker, Jómfrúareyjamaðurinn Tim Duncan og Argentínumaðurinn Manu Ginobili munu þannig fara fyrir liði San Antonio, en í liði Cleveland eru þrír útlendingar sem styðja við bak ofurstjörnunnar LeBron James. Eldra metið í þessum efnum áttu San Antonio og Detroit frá í úrslitunum árið 2005 en þá voru 7 útlendingar í liðunum tveimur. Tony Parker hjá San Antonio ætlar að giftast leikkonunni Evu Longoriu eftir úrslitaeinvígið og hann vonast til þess að leikmenn Cleveland lemji ekki mikið á honum í rimmunni svo hann geti litið sæmilega út á brúðkaupsmyndunum. "Ég væri svosem alveg til í að vera með skrámur á brúðarmyndunum ef það þýddi að ég hefði náð mér í fjórða meistaratitilinn minn," sagði Parker. Félagi hans Tim Duncan á von á erfiðum úrslitum og segir liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin að þessu sinni. "Ég held að við höfum aldrei farið jafn erfiða leið í úrslitaleikina, því við þurftum að slá út mjög sterk lið á leið okkar þangað," sagði Duncan. San Antonio sló út Denver, Phoenix og Utah á leið sinni í úrslitin. Útlendingar í úrslitaeinvígi NBA í ár: San Antonio: Tim Duncan - Jómfrúareyjum, Tony Parker - Frakklandi, Manu Ginobili og Fabricio Oberto - Argentínu, Beno Udrih - Slóveníu og Francisco Elson - Hollandi. Cleveland: Zydrunas Ilgauskas - Litháen, Aleksandar Pavlovic - Svartfjallalandi og Andreson Varejao frá Brasilíu. NBA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. Alls munu níu útlendingar taka þátt í úrslitaeinvígi San Antonio og Cleveland sem hefst í nótt klukkan eitt. Franski leikstjórnandinn Tony Parker, Jómfrúareyjamaðurinn Tim Duncan og Argentínumaðurinn Manu Ginobili munu þannig fara fyrir liði San Antonio, en í liði Cleveland eru þrír útlendingar sem styðja við bak ofurstjörnunnar LeBron James. Eldra metið í þessum efnum áttu San Antonio og Detroit frá í úrslitunum árið 2005 en þá voru 7 útlendingar í liðunum tveimur. Tony Parker hjá San Antonio ætlar að giftast leikkonunni Evu Longoriu eftir úrslitaeinvígið og hann vonast til þess að leikmenn Cleveland lemji ekki mikið á honum í rimmunni svo hann geti litið sæmilega út á brúðkaupsmyndunum. "Ég væri svosem alveg til í að vera með skrámur á brúðarmyndunum ef það þýddi að ég hefði náð mér í fjórða meistaratitilinn minn," sagði Parker. Félagi hans Tim Duncan á von á erfiðum úrslitum og segir liðið hafa farið erfiða leið í úrslitin að þessu sinni. "Ég held að við höfum aldrei farið jafn erfiða leið í úrslitaleikina, því við þurftum að slá út mjög sterk lið á leið okkar þangað," sagði Duncan. San Antonio sló út Denver, Phoenix og Utah á leið sinni í úrslitin. Útlendingar í úrslitaeinvígi NBA í ár: San Antonio: Tim Duncan - Jómfrúareyjum, Tony Parker - Frakklandi, Manu Ginobili og Fabricio Oberto - Argentínu, Beno Udrih - Slóveníu og Francisco Elson - Hollandi. Cleveland: Zydrunas Ilgauskas - Litháen, Aleksandar Pavlovic - Svartfjallalandi og Andreson Varejao frá Brasilíu.
NBA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira