Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio 8. júní 2007 04:18 Cleveland fann aldrei svar við gegnumbrotum og hraða Tony Parker í nótt, en hann skoraði 27 stig og leiddi kennslustund heimamanna AFP San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. NBA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
NBA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum