Handbolti

Eins marks tap í Serbíu

AFP

Íslenska landsliðið í handknattleik stendur ágætlega að vígi eftir eins marks tap 30-29 fyrir Serbum ytra í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á EM í Noregi á næsta ári. Íslenska liðið var skrefinu á undan lengst af í leiknum í kvöld og hafði yfir 14-13 í hálfleik, en góður lokakafli tryggði heimamönnum sigurinn.

Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk og fékk tækifæri til að jafna í blálokin, en hafði ekki heppnina með sér. Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 6 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson 4 mörk. Síðari leikur liðanna fer fram í Laugardalshöllinni á Þjóðhátíðardaginn og þar nægir íslenska liðinu að vinna með tveimur mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×