Körfubolti

Carlesimo tekur við Seattle Supersonics

Carlesimo tekur við Seattle eftir fimm ár og þrjá titla hjá San Antonio
Carlesimo tekur við Seattle eftir fimm ár og þrjá titla hjá San Antonio NordicPhotos/GettyImages

Seattle Supersonics í NBA deildinni virðist nú loksins hafa tekist að ráða sér þjálfara ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. Félagið hefur enn á ný leitað í raðir NBA meistara San Antonio til að ná sér í mannskap því í nótt gengur það frá ráðningu PJ Carlesimo, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Spurs síðustu fimm ár.

Það var nýráðinn framkvæmdastjóri Seattle, Sam Presti, sem gekk frá ráðiningunni, en hann er aðeins þrítugur að aldri og kom sjálfur úr starfsliði San Antonio fyrir nokkru. Carlesimo tekur við ágætu búi í Seattle þrátt fyrir brotthvarf þeirra Rashard Lewis og Ray Allen á dögunum og fær það skemmtilega verkefni að þjálfa framherjann Kevin Durant sem valinn var númer tvö í nýliðavalinu fyrir viku.

Carlesimo er 58 ára gamall og vann sér það helst til frægðar að verða fyrir árás Latrell Sprewell árið 1997 þegar hann var þjálfari Golden State Warriors. Sprewell reyndi þá að kyrkja þjálfara sinn eftir deilur þeirra og þurfti allt liðið og þjálfarateymið til að draga leikmanninn af þjálfara sínum. Sprewell fékk eins árs bann fyrir árásina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×