Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið Guðjón Helgason skrifar 7. júlí 2007 19:23 Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. Íbúar í rússnesku borginni Sochi við Svartahafið fögnuðu mikið á fimmtudaginn þegar tilkynnt var að Vestrarólympíuleikarnir 2014 yrðu haldnir þar. Valið stóð á milli Sochi, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Salzburg í Austurríki. Valið á Sochi er sagt persónulegur sigur fyrir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, sem mætti í eigin persónu á fund alþjóðaólypíuráðsins í Gvatemala í vikunni þar sem kosið var milli borganna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíuleikar eru haldnir á rússnesku landsvæði síðan 1980 þegar sumarólympíuleikar voru haldnir í Moskvu Sovétríkjanna. Valið á Sochi bar á góma á fundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, með Júrí Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu fyrir helgi. Einnig var það rætt á fundi fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja með sérfræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra opinberra fulltrúa í Moskvu - en fjölmenn viðskiptasendinefnd er í fylgd með borgarstjóra í Moskvu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sá möguleiki ræddur á fundinum að Íslendingar tækju að sér að hita upp ólympíuþorpið sem mun rísa í Sochi. Undir borginni munu vera háhitasvæði sem hægt yrði að nota. Óvíst er þó hvort sú leið verður ofan á en ljóst að mikil uppbygging verður í borginni vegna Ólympíuleikanna. Yfirvöld hafa heitið því að leggja jafnvirði rúmlega sjöhundruð og þrjátíu milljarða íslenskra króna í framkvæmdir - sextíu prósent til opinberra verkefna og fjörutíu prósent til einkafyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur áður verið ræddur sá möguleiki að Íslendingar heiti Ólympíuþorp, þ.e. í Peking í Kína þar sem sumarólympíuleikar verða á næsta ári. Ekki varð af því þar sem þorpið var byggt á svæði í borginni þar sem ekki var unnt að fara þá leið. Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi. Íbúar í rússnesku borginni Sochi við Svartahafið fögnuðu mikið á fimmtudaginn þegar tilkynnt var að Vestrarólympíuleikarnir 2014 yrðu haldnir þar. Valið stóð á milli Sochi, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Salzburg í Austurríki. Valið á Sochi er sagt persónulegur sigur fyrir Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, sem mætti í eigin persónu á fund alþjóðaólypíuráðsins í Gvatemala í vikunni þar sem kosið var milli borganna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ólympíuleikar eru haldnir á rússnesku landsvæði síðan 1980 þegar sumarólympíuleikar voru haldnir í Moskvu Sovétríkjanna. Valið á Sochi bar á góma á fundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, með Júrí Lusjkov, borgarstjóra í Moskvu fyrir helgi. Einnig var það rætt á fundi fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja með sérfræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og annarra opinberra fulltrúa í Moskvu - en fjölmenn viðskiptasendinefnd er í fylgd með borgarstjóra í Moskvu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var sá möguleiki ræddur á fundinum að Íslendingar tækju að sér að hita upp ólympíuþorpið sem mun rísa í Sochi. Undir borginni munu vera háhitasvæði sem hægt yrði að nota. Óvíst er þó hvort sú leið verður ofan á en ljóst að mikil uppbygging verður í borginni vegna Ólympíuleikanna. Yfirvöld hafa heitið því að leggja jafnvirði rúmlega sjöhundruð og þrjátíu milljarða íslenskra króna í framkvæmdir - sextíu prósent til opinberra verkefna og fjörutíu prósent til einkafyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur áður verið ræddur sá möguleiki að Íslendingar heiti Ólympíuþorp, þ.e. í Peking í Kína þar sem sumarólympíuleikar verða á næsta ári. Ekki varð af því þar sem þorpið var byggt á svæði í borginni þar sem ekki var unnt að fara þá leið.
Erlent Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira