Andláts Elvis minnst Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:13 Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira