Andláts Elvis minnst Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:13 Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira