Enn loga eldar í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 26. ágúst 2007 18:45 Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar. Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira