iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi 31. ágúst 2007 18:18 Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás. Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás.
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira