Körfubolti

Fjölnir lagði Stjörnuna

Kristinn Jónasson og Fannar Helgason eigast við í leik kvöldsins. Fannar skoraði aðeins tvö stig en hirti 11 fráköst.
Kristinn Jónasson og Fannar Helgason eigast við í leik kvöldsins. Fannar skoraði aðeins tvö stig en hirti 11 fráköst.

Fjölnir vann sinn fyrsta leik í í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að skella nýliðum Stjörnunnar 85-75 á heimavelli sínum í Grafarvogi.

Stjarnan hafði frumkvæðið framan af leik og leiddi 23-20 eftir fyrsta leikhluta og 46-39 í hálfleik. Lærisveinar Bárðar Eyþórssonar vöknuðu til lífsins í síðari hálfleik og unnu nokkuð sannfærandi sigur 85-75.

Það var Nemanja Sovic sem fór fyrir liði Fjölnis eins og svo oft áður og skoraði hann mest allra á vellinum, 20 stig og hirti 10 fráköst. Þá átti Kristinn Jónasson fínan leik með 17 stig og 13 fráköst.

Kjartan Kjartansson skoraði mest Garðbæinga, 15 stig, en framlag erlendu leikmanna liðsins var ekki sérlega glæsilegt og munar um minna.

Atkvæðamestir hjá Fjölni:

Nemanja Sovic 20 stig - 10 fráköst - 5 varin skot

Kristinn Jónasson 17 stig - 13 fráköst

Karlton Mims 18 stig - 13 fráköst

Drago Pavlovic 14 stig

Niels Dungal 9 stig - 10 fráköst



Atkvæðamestir hjá Stjörnunni:


Kjartan Kjartansson 15 stig

Dimitar Karadzovski 14 stig

Eiríkur Sigurðsson 11

Sævar Haraldsson 10 stig

Úrslitin í 1. deildinni í kvöld:

Höttur - Reynir S 97:84

Breiðablik - Haukar 99:78

Valur - Þór Þ 83:79

Ármann/Þr - KFÍ 80:78




Fleiri fréttir

Sjá meira


×